Dauðaferli Sjálfstæðisflokksins

Punktar

Þegar ég var ungur, var Ólafur Björnsson hagfræðingur Sjálfstæðisflokksins. Síðan komu Jónas Haralz og Eyjólfur Konráð Jónsson. Voru allir frekar mildir og lausir við æsinginn, sem fór að grafa um sig með valdatöku Davíðs Oddssonar. Davíð og eftirmenn hans hafa siglt út í öfgafrjálshyggju með vaxandi stéttaskiptingu milli stóreignamanna og almennings. Með Bjarna Benediktssyni yngra er flokkurinn orðinn að bófaflokki í þágu stóreignamanna. Sjálfur er hann fjárglæframaður með margs konar milljarða-afskriftir á bakinu. Með honum er bófaflokkurinn hættur að vera stjórntækur. Aðrir flokkar geta ekki hugsað sér pólitískt samstarf við bófana.