Dauðagildra spítalans

Punktar

Landspítalinn hangir á horriminni meðan við veltum okkur upp úr eins manns draumi um hátæknisjúkrahús. Samkvæmt lýsingu Fréttablaðsins er ástandið eins og á vígvelli. Veikt fólk liggur á göngum og deyr úr spítalasýkingum. Læknar kalla það martröð, þegar fólk kemur í einfalda aðgerð og deyr úr sýkingu í leiðinni. Á meðan er ráðherrann að hvetja til einkavæðingar í bransanum. Kannski eru spítalasýkingar rétta leiðin til að gera fólk afhuga ríkisrekinni þjónustu. Hafa hana svo lélega, að fólk ákalli einkarekstur. Er samt ekki kominn tími til að vakna og byrja að laga ástandið í núinu?