Bjarni Ben var enn í felum, þegar þetta er skrifað um fjögurleytið. Hann hefur þó lofað blaðamannafundi áður en sólarhringur er liðinn frá flótta Bjartrar undan eiturgufum bófaflokksins. Bjarna nægði ekki að hlusta á þingflokkinn. Þurfti líka fund með yfirmönnum sínum, talsmönnum kvótagreifa. Er að reyna að finna leiðir til að segja ekki af sér. Allir flokkar aðrir hafa lýst yfir, að nýjar kosningar séu eðlilegastar. Eina ljósið í myrkri Bjarna er, að Framsókn muni óbeint hafa áhuga á samstarfi, sem Viðreisn kærir sig ekki um. Það er stundum erfitt dauðastríðið. Og öfgafjárlög nýfrjálshyggjunnar eru líka dauð.