Skoðanir eru dauðar í dagblöðum. Ég hef fleiri lesendur í blogginu og meiri viðbrögð en ég hafði um áratugi í leiðurum. Fáir lesa slíka og enn síður sjálfmiðjaða Velvakendur eða Stuð milli stríða. Kjallaragreinar eru einkum eftir hagsmunaaðila fyrirtækja, samtaka eða stofnana, oftast skrifaðar af almannatenglum. Stundum hefur Fréttablaðið góða bakþanka og DV góða grein á einum torfundnum stað inni í blaði. Bloggið hefur tekið við. Ég fæ meira út úr skoðunum í BloggGáttinni á fimm mínútum á dag en í samanlögðum blöðunum. Þótt bloggið sé fátækt í fréttum og skúbbi, þá á það alla umræðuna í dag.