Dauðarefsingar óvinsælar

Punktar

Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna hefur hvatt til afnáms dauðarefsinga. Að frumkvæði Ítalíu og Evrópusambandsins greiddu 99 ríki því atkvæði fyrir helgina. 52 ríki voru á móti, undir forustu Bandaríkjanna. Í liði með þeim voru einkum Kína, Íran, Írak, Pakistan og Súdan, ófrýnilegt og blóði drifið gengi. Öll Evrópa var auðvitað í hinu liðinu. Tvisvar áður var þetta reynt án árangurs, 1994 og 1999. Vinsældir dauðarefsinga hafa síðan fara dvínandi í heiminum, 130 ríki hafa lagt þær niður. Bandaríkin vildu setja inn ákvæði um bann við fóstureyðingum, en fengu því ekki framgengt frekar en öðru.