Blaðamaður við Danmarks Radio sagði upp og skrifaði bók um hrun þessarar merku fréttastofu. Mette FUGL var fréttaritari í Bruxelles um langan aldur. Lýsir í „Fra koncepterne“, hvernig almannatenglar yfirtóku fréttastofuna um aldamótin og eyðilögðu hana. Hver dellan rak aðra. Slagorð urðu trúaratriði. Á tímabili urðu fréttir að vera jákvæðar. Í annan tíma átti að bera meira á spyrjandanum en viðmælandanum. PR-slagorðin áttu að fanga hugi fólks, en leiddu þvert á móti til hruns í trausti. Sáum svipað á íslenzkum fjölmiðlum á sama tíma. Gamaldags fréttamennska vék fyrir eltingaleik almannatengla við innantóma slagorðatízku.