Dauðastríðið hafið

Punktar

Fylgið hrynur hraðar af eymdarstjórninni en það gerði á fyrstu fimm mánuðum vinstri stjórnar Jóhönnu. Umbar auðgreifanna eru komnir niður í 37% fylgi. Gætu þess vegna sagt af sér, ef þeir fylgdu eigin kröfu frá því fyrir fjórum árum. Verst er hrakför Framsóknar, sem hefur rýrnað um nærri helming. Flúnir eru flestir, sem létu ljúga að sér, að tékkar kæmu í pósti eftir kosningar. Og smám saman er fólk að fatta, að Sjálfstæðisflokkurinn er aðeins fyrir þá ríkustu og gefur skít í aðra. Flokkar silfurskeiðunga hafa misst respekt til að gera breytingar á þjóðfélaginu. Hlutverkinu lokið og dauðastríðið hafið.