Hafið þið tekið eftir, að fjölmiðlar hafa ekki birt frægt bréf Péturs Gunnarssonar til fréttastofu Ríkisútvarpsins. Dagblöðin öll, líka hin frjálsu og óháðu, halda hlífiskildi yfir Pétri. Samt veitti bréfið einstæða innsýn í hugarfar dólganna, sem standa umhverfis Halldór Ásgrímssonar forsætisráðherra og tryggja, að veruleikinn komist ekki að honum. Almenningur í landinu á skilið að fá að lesa þetta bréf, en aumir fjölmiðlar hindra það. Og svo er verið að blaðra um, að þeir ofsæki Halldór Ásgrímsson og hjörð hans. Þvert á móti hefur henni tekizt að kúga fjölmiðlana.