Dauðaþögult ráðuneyti

Punktar

Illugi Gunnarsson ráðherra og Ásta Magnúsdóttir ráðuneytisstjóri eru forstokkuð í spillingunni. Hvorugt svarar neinu um dularfullan samning ráðuneytisins um orkumál við ráðuneyti í Kína. Þeim er þó skylt að svara lögum samkvæmt. Spurt er ýmissa spurninga: Hvers vegna er Orka Energy Co umfram aðra aðila, svo sem Orkustofnun, gerð að samstarfsaðila Íslands við kínverska ríkisstofnun. Hver hafði frumkvæði að gerð þessa samnings og hvers vegna? Eru hliðstæð dæmi til í sögu ráðuneytisins og þá hver? Það eina, sem er upplýst, er, að Illugi hefur meira eða minna verið á framfæri Orku Energy og er einkaráðherra fyrirtækisins.