Dauðar húshliðar með læstum dyrum eru ekki miðbær gangandi fólks. Þær eru Wall Street og Threadneedle Street að kvöldi. Enginn fer í kaffi eftir þrjú í bankahverfi. Sama er um klúbbahverfi, sem lifna eftir tíu. Bær gangandi fólks þarf fullt af sjoppum, tuskubúðum, galleríum og kaffihúsum, sem kalla á fólk allan daginn. Skólavörðustígur og Laugavegur eru miðbær, Kvosin er það ekki. Þar eru Landsbankinn og Héraðsdómur með þungar húshliðar. Þar var Pravda, sem brann, og þar er kominn arftaki Apóteks. Klúbbar eiga að vera í sandgryfjum utanbæjar. Og bankarnir geta á tölvuöld verið í Ódáðahrauni.