Dauður Hummer

Punktar

Stóri Hummer-jeppinn selst hvergi nema á Íslandi. Aðeins 98 eintök hafa selzt í heiminum á þessu ári. Því hefur General Motors ákveðið að hætta að framleiða þennan umdeilda bíl, sem kom Framsókn-Exbé í vandræði, þegar honum var lagt í stæði fatlaðra. Áfram verða framleiddar minni útgáfur, sem byggðar eru á Chevrolet Tahoe og Colorado. Mikil sorg er kveðin að Arnold Schwarzenegger, sem fyrstur keypti stóran, og Framsókn-Exbé, sem lagði Hummer í stæði fatlaðra. Svo lágt er tegundin fallinn, að fimm óseld stykki voru um helgina notuð sem kyrrstæð dómhús á Reykjavíkurmóti hestamanna.