Páll Matthíasson læknir og forstjóri Landspítalans lýsir Vigdísi Hauksdóttur og Guðlaugi Þór Þórðarsyni: „Framkoma forystu fjárlaganefndar og skilningsleysið á þörfum þeirrar grunnþjónustu fyrir almenning, sem sjúkrahúsið veitir, olli mér vonbrigðum. Vonbrigðum í ljósi mikilvægis og umfangs málaflokksins og þess skýra vilja þjóðarinnar, sem kemur fram í skoðanakönnun eftir skoðanakönnun; að forgangsraða eigi í þágu heilbrigðisþjónustunnar umfram annað.“ Læknirinn hélt, að Vigdís og Guðlaugur Þór vildu heyra vit. En það vilja þau ekki. Þau eru bara terroristar einkavinavæðingarinnar, beinlínis að reyna að rústa spítalanum.