Dauf kosningabarátta

Punktar

Kosningasjónvarp sinnir skyldunni vel. Ver mörgum klukkustundum í alls kyns uppistand. Pólitíkusar koma fram og fá að haga sér eins og fólk, ekki eins og þeir hafa gert í þingsal. Ný framboð hafa fengið að sýna sig. Allt er það gott, en slagsíðan er þó á loforðum. Minna talað um gerðir og þannig sleppa gömlu flokkarnir billega. Að öðru leyti eru kosningarnar daufar. Sáralítið er um auglýsingar, hvort sem ég lít í blað, sjónvarp eða biðskýli. Formönnum er ekki hampað eins og síðast, líklega skammast sumir flokkar sín fyrir þá. Jafnvel bloggið er dauft. Væri ekki fésbók, mætti halda alla vera á Kanarí.