Davíð á Kvíabryggju

Punktar

Forsætisráðherrann, sem einkavinavæddi bankana og bjó til skort á eftirliti með þeim, vill verða forseti. Forsætisráðherrann, sem stjórnaði landinu með frægum reiðiköstum, vill verða forseti. Forsætisráðherrann og Seðlabankastjórinn, sem Time Magazine telur með 25 helztu gerenda heimskreppunnar árið 2008, vill verða forseti. Seðlabankastjórinn, sem skóf allan gjaldeyri bankans til að afhenda einkabönkum án veða daginn fyrir hrunið, vill verða forseti. Ritstjórinn, sem kvótagreifar settu til að gæta hagsmuna sinna á Mogganum, vill verða forseti. Þessi svartibófi Íslands ætti frekar að vera á Kvíabryggju en á Bessastöðum.