Býst við, að Davíð Oddsson vilji bæta stöðu sína í nýju starfi á Mogga. Sagan er honum erfið og hann vill breyta henni. Hann startaði hruninu með einkavinavæðingu bankana. Með því að færa einn í hendur Björgólfsfeðganna, sem ollu Íslandi gífurlegu tjóni. Síðan með stefnu óheftrar frjálshyggju og skorti á regluverki fjármála. Með handónýtu Fjármálaeftirliti, sem reyndist verða klappstýra hrunsins. Loks lauk hann hruninu sem Seðlabankastjóri. Með því að grýta 350 milljörðum í illa stæða banka, gera Seðlabankann tæknilega gjaldþrota. Þessari söguskoðun vill Davíð breyta. Til þess verður Mogginn.