Davíð býr til Ólafsflokk

Punktar

Mogginn hefur á einni viku tekið sérstöðu í tveimur málum. Fyrst vildi Davíð haga seglum eftir vindi í utanríkismálum. Segja skilið við samstöðu vestrænna ríkja og vernda Rússlandsviðskiptin. Síðan vildi Davíð herða andstöðuna við innflutning útlendinga. Þjóðremban tengir þetta tvennt saman. Sama fólkið hatar  hælisleitendur og siðmenntuð vestræn ríki. Davíð telur þau sitja á svikráðum við okkur. Á þar samleið með Heimssýn, sem einkum hatar samband Evrópuríkja. Allt tengist saman í ferli Ólafs Ragnars Grímssonar. Fjárhaldsmenn þessa flokks eru kvótagreifar, sem telja hatur á útlandinu beztu leiðina til að varðveita þrælatökin.