Davíð Oddsson talar ekki eins og seðlabankastjóri. Hann er kominn út á torg og hreytir ókvæðisorðum í þá, sem eru honum ekki sammála um gjaldmiðilinn. Kallar þá ógæfulega og óskiljanlega. Og nefnir þá lýðskrumara, sem kalli á mikla skömm og mikla fyrirlitningu. Óheflað orðbragð getur gengið hjá þeim, sem kallaðir eru álitsgjafar. Venjulega fylgja því þá einhverjar röksemdir, sem leiða til þessarar niðurstöðu. Svo er þó ekki hjá seðlabankastjóranum. Hann vandist sem forsætisráðherra á órökstutt skítkast. Hann var og hefur haldið áfram að vera götustrákur eftir að hann flutti að Svörtuloftum.