Davíð segist hafa sagt á fundi með ríkisstjórninni í júní, að bankarnir mundu hrynja. Ríkisstjórnin segir engan slíkan fund hafa verið haldinn og enga slíka aðvörun komið. Davíð segist vita, hvað olli hryðjuverkalögum gegn IceSave. Hann vill ekki segja, hvað það var, vegna bankaleyndar, sem hann annars vill ekki hafa. Davíð segist hafa varað við hruninu. Það kemur ekki fram í neinum skýrslum Seðlabankans. Davíð segir í sjónvarpi, að útlendir fái ekki peningana sína. Neitar svo að hafa sagt það. Davíð segir í dönsku blaði, að hann fari í pólitík, verði hann rekinn. Davíð hefur fyllt mælinn.