Davíð fyrsti og Davíð annar

Punktar

Í eftirmála hrunsins komst Davíð Oddsson á heimsmetalista Time Magazine um fávita í fjármálum heimsins. Sagður einn af helztu áhrifavöldum kreppunnar. Spurning er, hvort Sigmundur Davíð Gunnlaugsson eigi ekki senn erindi á þann lista glæframanna. Á heimsmet í kosningaloforðum, sem rugluðu fávísa þjóð í ríminu á kjördegi í fyrra. Hefur síðan ekki framkvæmd neitt af loforðunum, en sett sumt í nefndir. Málið virðist enda í, að almenningur greiði 80 milljarða til þeirra, sem voru of vel settir til að vera með í fyrri lagfæringum. Setur ríkissjóð ekki beinlínis á hliðina, en setur þó velferð fátækra á hliðina.