Ríkisendurskoðun tók í gær undir stórfurðu manna á seðlabankastjórn Davíðs Oddssonar. Telur tjónið af hans völdum raunar vera meira en ég hafði áður talið. Alls 345 milljarðar í fyrra í veðlausum lánum til bankakerfisins. Enginn annar Seðlabanki í heiminum lánaði án gildra veða. Davíð tók ekki einu sinni mark á viðvörunum Seðlabanka Evrópu. Tjón okkar af þessum völdum er líklega þrefalt tjónið af IceSave. Það tjón var raunar einnig Davíð að kenna. Gæludýr hans stjórnuðu einkavinavæddum Landsbanka. Davíð leyfði þeim að djöflast í Bretlandi og Hollandi. Með hörmulegum afleiðingum fyrir okkur.