Þegar Davíð Oddsson var fyrst forsætis og síðan seðlabankastjóri taldi hann sig vita allt og geta allt. Það gekk vel í þrælalýðinn hér á landi, sem er vanur að láta sparka í sig. Gekk hins vegar miður meðal frjálsra í útlöndum. Þar var Davíð álitinn fífl og hvarvetna í ónáð. Ólafur Arnarson fjallar um þetta í bókinni „Skuggi sólkonungsins“. Þar kemur fram, að enginn vildi lána Íslandi eða aðstoða á annan hátt. Nema Rússar, þar var málið skoðað. Davíð taldi sig fá þar 500 milljarða króna og fór ótímabært að grobba sig. Þá small allt í baklás í Moskvu, því málið átti að fara hljótt. Seðlabankinn hrundi.