Davíð og andvaraleysið

Punktar

Davíð Oddsson sagði fátt nýtt í kvöld. En skilja mátti, að andvaraleysi ríkisstjórnar Geirs Haarde hafi verið meira en áður var talið. Davíð gerir mikið úr aðvörunum sínum fyrir hrunið. Minnist hins vegar ekki á samhliða skýrslur Seðlabankans, sem sögðu viðskiptabankana í góðu lagi. Og minnist enn síður á, að Seðlabankinn greip ekki í tæka tíð til aðgerða til að hefta óráðsflug bankanna. Að venju dylgjaði hann um kræsilegar upplýsingar, sem hann hefði, en vildi ekki segja frá. Sagði það mundu koma síðar í ljós. Og ekki hrakti hann almennt vantraust umheimsins á seðlabankastjóranum Davíð.