Paul Krugman og Willem Buiter gefa ríkisstjórnar- og Seðlabanka-árum Geirs og Davíðs einkunnina: Brjálsemi. Bankastefna þeirra hafi verið langt úti af kortinu. Engin leið sé til að sjá heila brú í að hleypa utanríkisviðskiptum banka upp í tífalda þjóðarframleiðslu. En Davíð og Geir trúðu á hagkerfi Hannesar Hólmsteins, blöðruhagkerfið. Trúðu á afnám opinbers eftirlits. Væru menn með múður, eyddi Davíð heilli stofnun í hefndarskyni: Þjóðhagsstofnun. Í hálfan annan áratug bjó þjóðin við brjálað einræði eins ofurmennis. Enn trúa um 10% þjóðarinnar á Davíð. Að endurkoma keisara muni bjarga þjóðinni.