Davos á flótta

Punktar

Davos er tákn auðhyggjunnar, sem étur vistkerfi mannkyns og leiðir það til glötunar. Þar hittast árlega 2500 ábyrgðarmenn markaðshagkerfis, sem ekki er sjálfbært og mun spila rassinn úr buxunum fyrir miðja öld. Í Davos eru þeir einangraðir á læstum hótelum, þar sem almenningur kemur hvergi nærri. Skoðanakannanir sýna, að Davos-menn hafa glatað trausti fólks. Meirihluti spurðra í sextíu löndum telur, að heimur versnandi fari, þrátt fyrir títtnefndan hagvöxt heimsins. Yfirstéttin í Davos brást heiminum og fjölmiðlar eru hættir að slefa yfir niðurstöðum fundanna.