Deila Gylfa og Sigmundar

Punktar

Fáránlegt er svar Gylfa Magnússonar viðskiptaráðherra við kröfu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar. Formaður Framsóknar vill fá birta niðurstöðu mats Oliver Wyman endurskoðenda á eignum gömlu bankanna. Hann segir matið sýna þriðjungi verri stöðu bankanna en áður var talið. Gylfi segir matið ekki eins slæmt og Sigmundur heldur fram. Deilan er tilgangslaus, nóg er að birta matið og leyfa kjósendum að dæma. Matið átti að birtast 15. apríl og hefur ekki birzt enn. Málstaður Gylfa ráðherra er fáránlegur. Sigmundur Davíð hefur nákvæmlega rétt fyrir sér að birta beri matið fyrir kosningar.