Deildar spár um vestrið

Punktar

John Vinocur segir í International Herald Tribune í dag, að upp sé að renna fyrir ráðamönnum Evrópu, að innganga fyrrum fylgiríkja Sovétríkjanna sálugu í Evrópusambandið muni gera það hlynntara Bandaríkjunum en það hefur verið að undanförnu. Í Austur-Evrópu líti menn meira upp til Bandaríkjanna heldur en menn geri í Vestur-Evrópu. Hann bendir á, að gömlu austantjaldsríkin séu reiðubúnari að styðja Bandaríkin í fyrirhugðu stríði við Írak og að pólskir ráðamenn séu farnir að líta á sig sem brú milli Evrópu og Bandaríkjanna í heimspólitíkinni. Ekki eru allir á þessu máli, að minnsta kosti ekki um heimsviðskiptin. Steve Schifferes hjá BBC telur, að viðskiptastríð Evrópu og Bandaríkjanna muni fara ört harðnandi á næstu árum og nefnir erfðabreytt matvæli sérstaklega til sögunnar.