“Bloggið er skrifað af fíflum fyrir fávita”, segir Joseph Rago í Wall Street Journal á vefnum. Alls ekki, segir Joseph Hughes á Talking Points Memo, “hefðbundnir álitsgjafar eru hræddir við okkur.” Þessar tvær greinar rekja í hnotskurn tvenns konar gagnstæð sjónarmið á stöðu bloggs í blaðamennsku og álitsgjöf. Ég held þær spanni sjónarhorn um álitsgjöf í bloggi, en taki síður á stöðu bloggs í fréttum. Þar er bloggið dvergur í samanburði við ferlíki hefðbundins fréttaflutnings. Enda er fjárhagsvandi bloggsins verri en hefðbundinna miðla.