Robin Cook, sem til skamms tíma var utanríkisráðherra Breta, segir í Guardian, að fjöldamorð á vegum ríkisstjórnar Súdans eigi að fara fyrir nýja Alþjóðaglæpadómstólinn í Haag, sem er reiðubúinn. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna getur vísað málinu þangað. Vandinn er hins vegar, að Bandaríkjastjórn hatar þennan dómstól eins og pestina, þótt 120 ríki hafi fullgilt hann. Hún hefur gert samninga við tugi smáríkja um að virða hann ekki. Rice utanríkisráðherra gat í Evrópuferð sinni ekki beint á neina einfaldari leið til að koma lögum yfir glæpamenn Súdans. Hún mun samt beita neitunarvaldi.