Á síðustu metrunum hindraði Bjarni Benediktsson seðlabanka- og ríkisábyrgð á heimsmeti Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar. Sjóðurinn í Undralandi gefur út eins konar IOU á servéttum eins og hvítflibba-rónar rituðu fyrrum á börunum. Spurningin er, hver verði hvenær látinn innleysa servétturnar. Meiningin er, að þrotabú gömlu bankanna geri það með skatti til ríkisins. Þau munu neita og berjast um á hæl og hnakka. Fara í mál. Samkvæmt íslenzkri reynslu tekur mörg ár að fá botn í dómsmál. Einhver þarf að brúa bilið. Og borga skellinn fyrir rest. Mundir þú kaupa servéttu af SDG? Den tid – den sorg, sagði danskurinn.