Deyja smátt og smátt

Punktar

Langt er síðan síðast voru teknar tímamótaákvarðanir um afstöðu ríkis og einstaklinga á Íslandi. Við höfum lengi búið við lítt breytta stöðu þess, sem sumir kalla velferð þjóðarinnar og aðrir kalla forsjá ríkisins. Við lifum í fátæklegri útgáfu af sænsku mynztri, sem hefur líkað vel. … Í staðinn gildir þúsund sára dauðinn. Höggvið er hér og þar í velferðarkerfið, dregið úr þjónustu Landsspítalans, komið á skólagjöldum við Háskólann og hækkuð hlutdeild foreldra í kostnaði við leikskóla. Í hverju tilviki fyrir sig er árásin skilgreind sem nauðsynlegt aðhald í rekstri ríkissjóðs. …