Dimmudalir

Strandasýsla, Þjóðleiðir

Frá Laugarhóli í Bjarnarfirði um Dimmudali til Asparvíkur.

Byrjum rétt austan við Laugarhól í Bjarnarfirði. Þar er þessi leið merkt á stiku. Förum norður Hallárdal fyrir austan Hallárdalsá og áfram með ánni upp á fjall, unz sést niður í Asparvíkurdal. Þá er beygt þar til austsuðausturs um Dimmudali meðfram Fossá niður í Asparvíkurdal og áfram austur dalinn til Asparvíkur við þjóðveg 643 um ströndina.

13,9 km
Vestfirðir

Nálægar leiðir: Hólsfjall, Þórisgata, Urriðavötn, Bassastaðaháls.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Útivistarkort