Ráðherrarnir Ögmundur Jónasson og Jón Bjarnason höguðu sér mjög ósæmilega í þingflokki Vinstri grænna, grófu undan ríkisstjórninni. Sök þeirra var mest, en Steingrímur J. Sigfússon átti líka hlut að máli. Gera verður þá kröfu til yfirmanna, að þeir geti borið klæði á vopn. Hann segist hafa reynt, en ekki getað og það nægir ekki. Formaður verður að geta haldið meirihlutanum saman. Til þess þarf diplómatíska hæfni, sem Steingrím skorti. Hann var of duglegur sem höfuðráðherra ríkisstjórnarinnar, en ekki nógu vitur. Hefði átt að víkja sem flokksformaður fyrir þeim eða þeirri, sem gat haldið þingliðinu saman.