Ég bíð eftir Dögun. Spurning er, hvar hún lendir í mynztri þjóðfélagsmála. Verða þar ráðandi hin heilbrigðu viðhorf til samstarfs, sem einkenndu vinnu Stjórnlagaráðs? Sú vinna var í sterkri andstöðu við skelfinguna á Alþingi. Eða verður ofan á í Dögun einhver ofsi frá Hagsmunasamtökum heimilanna, sem stríðir gegn réttlæti. Eitt er að lagfæra ranga vísitölu fjárskuldbindinga og annað er að heimta að fá að greiða sömu krónutölur á miklu lægra gengi. Heimtar Dögun, að skattgreiðendur borgi óráðsíuna hjá fjögurhundruð fermetra heimilunum? Þá verður óhætt að strika yfir Dögun sem kost í vorkosningunum.