Útlendingar hafa komizt upp með að vanvirða íslenzk lög um frjálst aðgengi þjóðarinnar að öllu landinu. Við vorum hópur hestamanna, sem vildum fylgja gamalli og kortlagðri þjóðbraut um Grjótnes. Þar réð húsum þýzk kerling á íslenzka sósíalnum. Samningar tókust ekki, við lúffuðum, tókum krókinn til að halda friðinn. Tveimur dögum síðar komum við að læstu hliði við Ormarsá. Svissneskir laxveiðimenn höfðu læst hliðinu til að forðast veiðiþjófa. Við vorum komnir með naglbítinn á loft, þegar bóndinn, umbi Svissaranna, kom í loftköstum með lykil. Sýslumenn eiga að stöðva lögbrot frekra útlendinga.