Dólgur kennir öðrum um

Punktar

Það eru dólgslæti útrásarbófans að kalla vandræði ríkissjóðs “skuldasöfnun Jóhönnu Sigurðardóttur”. Hann sjálfur, Bjarni Benediktsson, ber ábyrgð á skuldasöfnun ríkissjóðs, sem gerðist á stjórnarárum Geirs H. Haarde. Síðan hafa skuldir verið greiddar niður, en þeim ekki safnað upp. Þótt meiri halli sé á ríkissjóði en ráð var fyrir gert, eru niðurgreiðslur skulda samt hærri en hallinn. Ríkissjóður er þannig sjálfbær og greiðir niður skuldir, þótt hraðinn sé undir væntingum. Margir geta gagnrýnt hægaganginn. En Bjarni Benediktsson á ekki að opna munninn um vandann og sízt að kenna öðrum um.