Spákaupmenn búast við lækkun stýrivaxta í Bandaríkjunum í dag niður í 2%. Þess vegna lækkaði dollar enn á mörkuðum í Austur-Asíu í nótt. Kreppan í spilavítum fjármálaheimsins lýtur ekki lengur rökum, heldur skelfingu og spilafíkn. Úr því að hægt er að leika dollarann svona grátt, má reikna með, að krónan sé veikari leiksoppur. Eins og kom raunar í ljós í gær, þegar hún féll um 7%. Evran stendur hins vegar eins og klettur í hafinu. Kreppan sýnir, að krónan er handónýt. Hún veldur margvíslegum vandræðum, of háum vöxtum og of bröttum sveiflum. Stjórnvöld virðast ekki skilja þetta.