Dómarar hlífa fínimönnum

Punktar

Enn eitt dæmið um, að dómarar eru ekki starfi sínu vaxnir. Líta mildum augum á glæpi fínimanna, en stinga rónum inn fyrir bjórþjófnað. Nýjasta aðferðin við að hlífa fínimönnum er að láta málskostnað þeirra falla á ríkissjóð, þótt þeir séu dæmdir sekir. Þannig sluppu stjórar Glitnis vel í dag, Lárus Welding græddi fimm milljónir og Guðmundur Hjaltason fjórar. Þeir sluppu að mestu með skilorð, þótt bjórþjófar geri það ekki. Dómarar telja líka, að hver stolinn milljarður fínimanna jafngildi hverjum þúsundkalli hjá rónum, sem stela sér til drykkjar. Íslenzkir dómarar eru með afbrigðum stéttvísir.