Blaðamannafélag Íslands hefur tekið undir gagnrýni á dómstóla fyrir að virða ekki tjáningarfrelsi í nýlegum dómum. Dómar í héraði og hæstarétti taka ekki lengur tillit til, að skrifað sé í góðri trú og satt sagt frá. Í sumum þessara réttarhalda var ekki vikið orði að því, að satt og rétt var sagt í fjölmiðli. Nýja dómvenjan holar lýðræðið og mun fljótt verða þjóðinni til vandræða. Við þurfum á því að halda, að fjölmiðlar skyggnist bak við tjöldin og segi okkur frá því, sem þeir sjá. Þótt einhverjir móðgist. Með framferði sínu valta dómarar landsins yfir stjórnarskrána.