Dómarar ónýta málin

Punktar

Hvar stendur þjóðin, ef dómarar vísa frá málum hrunverja, hverju á fætur öðru? Tæknilegum ástæðum er borið við í máli Halldórs J. Kristjánssonar eins og Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og ættingja. Í máli Halldórs taldi dómarinn annmarka hafa verið á reifun málsins af hálfu slitastjórnar Landsbankans. Í máli Jóns Ásgeirs og ættingja taldi dómarinn annmarka hafa verið á tímalengd málatilbúnaðar ríkissaksóknara. Allt ber að sama brunni, ákæruaðilar finna ekki tækni, sem héraðsdómarar sætta sig við. Ég óttast, að þetta stafi ekki af annmörkum, heldur sé það stefna dómara að ónýta málin gegn útrásarbófum.