Dómarar sakna trausts

Punktar

Traust kemur ekki af himnum ofan né kemur það út stólnum, sem þú situr í. Traust verður þú að vinna inn frá degi til dags. Skorti þig traust, verður þú fyrst að skoða sjálfan þig. Tali stjórnmálamenn án virðingar um dómara, þurfa dómarar að skoða sinn garð. Er arfinn þar mest áberandi? Erlendir fjölþjóðadómstólar hafa ítrekað rekið íslenzka dóma til baka, sagt þá andstæða mannréttindum og raunar andstæða mannasiðum. Svo sem dóma um meiðyrði. „Fórnardýr“ meintra meiðyrða hafa sjálfdæmi um stærð móðgunar. Hér hefur myndast skrítin hefð, þar sem lagatæknar leggja mest upp úr skrítnum orðskýringum en almennri siðvitund vestrænna hefða.