Gott er að fá lög, sem hindra dómara í að dæma blaðamenn fyrir ummæli viðmælenda. Enn brýnna er að hindra dómara í að túlka fjármál sem einkalíf manna. Með því hindruðu dómarar eðlileg skrif um fjármál útrásarmanna. Brýnast af öllu er að skilgreina bankaleynd að nýju. Við búum við kerfi fjármála, banka, einkamála og leyndar, sem gerði fjármálageirann í heild að skrímsli. Blaðamenn gátu ekki lýst inn í kerfið, því að dómarar refsuðu þeim fyrir það. Kanna þarf dóma yfir blaðamönnum síðasta áratuginn til að finna, hvernig hægt sé að hindra hliðstætt framferði dómara í framtíðinni.