Breytt dómvenja gefur bófum færi á að múlbinda fjölmiðla. Svavar Halldórsson fréttamaður er sífellt í réttarsal. Áður voru fréttir taldar nauðsynlegur þáttur lýðræðis, en ekki lengur. Í staðinn kom hugtak einkalífs, sem hefur verið þanið út yfir allan þjófabálk. Fjármál fólks eru talin vera einkamál. Fréttir af græðgi útrásarbófa eru taldar raska einkalífi þeirra. Og einkalíf er það, sem bófarnir sjálfir telja vera einkalíf. Þessarar breyttu dómvenju gætir í Héraðsdómi Reykjavíkur. Engin leið er að hamla gegn hinu nýja rugli. Nema stjórnlagaráðið taki af allan vafa um, að fjármál séu ekki einkamál.