Einn helzti málsvari útrásarbófa og formaður félags lagatækna telur dómara seint verða vanhæfa. Þeir megi fara í bíó með verjandanum, megi spila golf með honum, fara á veitingahús með honum, vinna með honum að ýmsum verkefnum, til dæmis í dómnefndum. Brynjar Níelsson hefur greinilega önnur siðalögmál en venjulegt fólk og endurspeglar sérkennilega lífssýn lagatækna. Dómarar hafa líka sumir slíka lífssýn. Til dæmis Benedikt Bogason hæstaréttardómari, einkavinur verjanda Baldurs Guðlaugssonar. Með þessum dómgreindarskorti verða hæstaréttardómar marklaust rugl að mati venjulegra, siðprúðra borgara.