Dómari vildi löggu-uppþot

Punktar

Er ekki ríkisstjórn fólksins við völd? Hvers vegna fær löggan að vaða uppi með ofbeldi í dómssal? Hvers vegna kallar dómari á lögguna til dómþings, kann hann ekki lög? Ég hef lengi talið, að Borgardómur sé samansafn fávita, sem ekki kunni lögfræði og hafi engan áhuga á henni. Kominn er tími til að skoða vel, að löggan í landinu er of fjölmenn, hefur of lítið að gera og fær sáðfall af ofbeldisverkum. Geta ríkisstjórn og meirihlutinn á Alþingi virkilega ekki látið skrifstofustjóra Alþingis draga kæruna til baka? Ég næ því ekki, að hér sé enn lögregluríki, þótt Björn Bjarnason sé löngu hættur.