Dómgreindina skortir

Punktar

Suma ráðherra skortir dómgreind. Gunnar Bragi tvístrar tveimur þingvikum með tillögu þvert á þjóðarviljann. Áður skandalíseraði hann ítrekað, kenndi til dæmis Evrópusambandinu um árás Rússa á Úkraínu. Sigurður Ingi tuddast utan í Noregi og Færeyjum eins og í kontóristum og náttúrunni. Gerir sig að fífli, lætur samninganefnd fara af fundi, klúðra makrílsátt. Ragnheiður Elín bítur sig fasta í óvinsælan náttúrupassa með lögreglueftirliti í stað eðlilegs vasks á ferðaþjónustu. Heldur, að þjóðin muni sæta því. Kristján Þór ögrar okkur ítrekað með niðurskurði sjúklinga. Hanna Birna tuddast í aðfluttum. Skárra val ráðherra væri slembiúrtak úr þjóðskrá.