Ég minntist Stígs frá Vík hér fyrir þremur dögum. Hann var gott dæmi um hest, sem kerfið hafnar. Hann var dúnmjúkur á tölti og brokki, lyfti fótum ekki meira en þurfti. Hann fór vel með Kristínu. Svona hestur gerir knapann aldrei þreyttan. Nú eru dómar kynbótahrossa, íþróttahesta og gæðinga orðnir öfugsnúnir í brokkinu. Hæst er dæmt fyrir hlunka, sem gossa í loftköstum. Það er kallað svifmikið og vekur aðdáun fávísra áhorfenda í brekkunni. Knapinn verður hins vegar að vera í lífstykki og ríður bara tvo hringi þá vikuna. Ræktun hrossa er að útrýma raunverulegum gæðingum á borð við Stíg.