Dómstólar landsins að Hæstarétti meðtöldum eru í herferð gegn fjölmiðlun. Hver dómurinn á fætur öðrum snýst um mál, þar sem fjölmiðillinn hafði rétt fyrir sér í stóru og smáu. En er dæmdur fyrir að særa persónu viðkomandi slúbberts. Þar á ofan er farið að vísa ábyrgð á efni frá ritstjórum yfir til forstjóra, sem er nýlunda. Dómarnir sýna breyttan forgang. Málfrelsi víkur fyrir persónurétti. Sá réttur snertir almenning lítið. En verndar slúbberta, þegar fjölmiðlar vilja réttilega fjalla um svínarí þeirra. Í þessum flótta frá málfrelsinu eru dómstólar landsins komnir á villigötur.