Svipuhöggin dynja á dómstólum landsins. Evrópudómstóllinn segir Hæstarétt ranglátan og vanhæfan. Almannarómur gagnrýnir héraðsdóma fyrir ranglæti og heimsku, til dæmis í dómi um nauðgun í kjallara Hótel Sögu. Því spyr fólk: Hvað er að íslenzkum dómstólum? Sumpart stafar þetta af, að góðir lögmenn fá vinnu á háu kaupi, lélegir lögmenn verða héraðsdómarar. Í bland við góða dómara eru enn fleiri, sem eru vanhæfir. Vandi Hæstaréttar er annar, þar segja fulltrúar og gæðingar horfinna tíma, að Stóri bróðír hafi alltaf rétt fyrir sér. Vandi dómstólanna er blanda af vanhæfni og ást á yfirvaldinu.