Dómurum er ekki treyst

Punktar

Dómarafélagið er á villigötum, þegar það segir talamann neytenda grafa undan tiltrú fólks á dómstólum. Dómarar eru sjálfir einfærir um það án aðstoðar Gísla Tryggvasonar. Ég vantreysti dómurum fullkomlega. Mundi sjálfur aldrei leggja mál fyrir íslenzkan dómstól. Áratugum saman hef ég séð linnulaust rugl í úrskurðum dómstóla. Hér er ekki pláss, en áhugamenn um álit mitt á einstökum dómum geta flett því upp á heimasíðu minni. Fyrirlitning fólks á dómurum byggist á fleiru. Þeir voru ráðnir gegnum klíku, oft á pólitískum forsendum. Valizt hafa menn, sem ekki geta unnið fyrir sér á lögfræðistofum.