Mikið er í fréttum þessa dagana. Það finnst okkur, sem erum ekki uppteknir af pólitískum hanaslag flokksleiðtoga um lítilsverð mál á borð við fjarvistir ráðherra . Við hin sjáum fréttir í málaflokkum, sem pólitískt klapplið og álitsgjafar líta niður á. Við sjáum til dæmis, hvernig dómvenja í ofbeldismálum heldur sig vægar fangavistir upp á tvö hundruð þúsund krónur eða minna, meðan kona sem dettur á rassinn á svelli fær tvær milljónir í skaðabætur. Dómstólar landsins eru greinilega að dæma út og suður án þess að nokkurt samhengi sjáist og án þess að þeir skammist sín.